Það er margt sem þarf að hafa í huga þegar stofna á fyrirtæki. Í fyrsta lagi er hvaða form á félagi hentar þér best. Munurinn á félagaformi felst í ábyrgð á skuldbindingunum, sköttum, reglum um bókhald og skráningu. Hér eru útskýringar fyrir mismunandi félagaform.
1. Einstaklingsfyrirtæki
Einstaklingsfyrirtæki er rekið á eigin kennitölu og nafni eiganda.
Ábyrgð eigandans á skuldbindingum er ótakmörkuð, sem þýðir að viðkomandi ber persónulega ábyrgð á öllum skuldbindingum fyrirtækisins.
- Hlutafé: Ekki krafist.
- Skráningargjald: Engin kostnaður nema ef óskað er eftir sérstöku nafni (Firmaskrá: 73.500 kr).
- Skráningar: Ef fyrirtækið greiðir laun eða er virðisaukaskattsskylt þarf að skrá það hjá launagreiðendaskrá og/eða virðisaukaskattsskrá.
- Tekjuskattur: Greiddur eins og einstaklingur, 31,49%–46,29%.
- Skil: Rekstrarreikningi er skilað samhliða skattframtali einstaklinga.
Þetta form hentar litlum rekstri eða þegar einn einstaklingur hyggst hefja starfsemi án mikils kostnaðar eða áhættu.
2. Einkahlutafélag (ehf.)
Einkahlutafélag (ehf.) hentar bæði litlum og stærri rekstri og er eitt algengasta félagaformið á Íslandi.
Eigendur bera takmarkaða ábyrgð — aðeins á því hlutafé sem þeir leggja fram.
- Lágmarkshlutafé: 500.000 kr.
- Hámark hluthafa: Ekkert hámark.
- Skráningargjald: 140.500 kr.
- Tekjuskattur: 21%.
- Skráningar: Skylt að skrá hjá launagreiðendaskrá/virðisaukaskattsskrá ef fyrirtækið greiðir laun eða er VSK-skylt.
Þetta form býður upp á aukið traust og betri aðskilnað milli eigenda og fyrirtækis.
3. Hlutafélag (hf.)
Hlutafélag (hf.) hentar stærri fyrirtækjum eða þeim sem stefna á að fá marga hluthafa.
Eigendur bera takmarkaða ábyrgð líkt og í ehf.
- Lágmarkshlutafé: 4.000.000 kr.
- Fjöldi stofnenda: Að minnsta kosti tveir.
- Skráningargjald: 276.500 kr.
- Tekjuskattur: 21%.
Þetta form er algengt meðal stærri félaga og fyrirtækja sem stefna á frekari vöxt eða fjárfestingu.
4. Sameignarfélag (sf.)
Í sameignarfélagi (sf.) bera eigendur beina, óskipta og ótakmarkaða ábyrgð.
Hver eigandi er því persónulega ábyrgur fyrir öllum skuldum félagsins.
- Lágmarksfjöldi stofnenda: Tveir.
- Skráningargjald: 95.500 kr.
- Tekjuskattur: 38,4%.
- Skráningar: Skylt að skrá hjá launagreiðendaskrá/virðisaukaskattsskrá ef fyrirtækið greiðir laun eða er VSK-skylt.
Sameignarfélög henta oft þegar tveir eða fleiri vilja vinna saman að rekstri án þess að stofna hlutafélag, en ábyrgðin er mikil.
5. Samlagsfélag (slf.)
Samlagsfélag (slf.) sameinar eiginleika hlutafélags og sameignarfélags.
Einn eða fleiri eigendur bera ótakmarkaða ábyrgð, en aðrir eigendur hafa takmarkaða ábyrgð miðað við sinn hlut.
- Lágmarksfjöldi stofnenda: Tveir.
- Skráningargjald: 95.500 kr.
- Tekjuskattur: 38,4%.
Þetta form hentar þegar fjárfestar vilja taka þátt í rekstri án þess að bera fulla ábyrgð.
Hvernig á að veljarétt félagaform?
Við val á félagaformi skiptir máli að skoða:
- Hversu mikla áhættu þú ert tilbúinn að taka,
- Hvort fleiri eigendur verði með í rekstrinum,
- Hvort þú ætlar að greiða þér laun,
- Og hvernig þú vilt standa að skattlagningu og bókhaldi.
Ef þú ert í vafa er gott að fá ráðgjöf frá bókara eða endurskoðanda áður en þú stofnar félagið.
Hafðu samband og við aðstoðum þig við að velja rétt félagform fyrir þinn rekstur.

